Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Pálmi Kormákur skrifar 11. júní 2019 06:30 Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa Nordicphotos/Getty Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira