Borgari nefndur eftir Stefáni Karli kynntur á Hamborgarafabrikkunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 07:15 Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls. Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira