Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 21:33 Ólafur Kristjánsson vísir/bára Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira