KR fer til Noregs og mætir Molde Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júní 2019 13:47 Óskar Örn og félagar spila við gamla liðið hans Ole Gunnar Solskjær vísir/bára KR mætir gömlu lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í norska liðinu Molde í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mætir Vaduz og Stjarnan spilar við Levadia Tallin frá Eistlandi. KR byrjar fyrri leikinn úti í Noregi en Blikar byrja heima gegn Vaduz frá Liechtenstein og Stjörnumenn fá Levadia Tallin á Samsungvöllinn í fyrri leiknum. Molde hefur verið inn og út úr Evrópukeppnum síðustu ár. Liðið fór alla leið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðasta ári en tapaði þar fyrir Zenit. Besti árangur liðsins er 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið 2015-16 þar sem Sevilla sló Norðmennina úr leik. Vaduz varð í sjötta sæti deildarinnar í Liechtenstein á síðasta tímabili en komst í Evrópudeildina sem bikarmeistari. Vaduz hefur orðið bikarmeistari sjö ár í röð. Frá árinu 1995 hefur liðið aðeins tvisvar ekki orðið bikarmeistari, 2012 og 1997. Liðið hefur því verið fastagestur í Evrópudeildinni síðustu ár og nær alltaf farið áfram úr fyrstu umferðinni. Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, mun mæta sínu gamla liði en hann fór á láni til Vaduz árið 2009. Levadia Tallinn lenti í öðru sæti í eistnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er sem stendur í öðru sæti. Fyrri leikirnir fara fram fimmtudaginn 11. júlí og þeir seinni viku síðar, 18. júlí. Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia mæta Ruzomberok frá Slóvakíu, Hjörtur Hermannsson og Bröndby mæta finnska liðinu Inter Turku. Malmö með Arnór Ingva Traustason innanborðs mætir annað hvort Ballymena United frá Norður-Írlandi eða NSÍ frá Færeyjum. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers mætta annað hvort FC Prishtina eða St. Joseph's FC. Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
KR mætir gömlu lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í norska liðinu Molde í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mætir Vaduz og Stjarnan spilar við Levadia Tallin frá Eistlandi. KR byrjar fyrri leikinn úti í Noregi en Blikar byrja heima gegn Vaduz frá Liechtenstein og Stjörnumenn fá Levadia Tallin á Samsungvöllinn í fyrri leiknum. Molde hefur verið inn og út úr Evrópukeppnum síðustu ár. Liðið fór alla leið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðasta ári en tapaði þar fyrir Zenit. Besti árangur liðsins er 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið 2015-16 þar sem Sevilla sló Norðmennina úr leik. Vaduz varð í sjötta sæti deildarinnar í Liechtenstein á síðasta tímabili en komst í Evrópudeildina sem bikarmeistari. Vaduz hefur orðið bikarmeistari sjö ár í röð. Frá árinu 1995 hefur liðið aðeins tvisvar ekki orðið bikarmeistari, 2012 og 1997. Liðið hefur því verið fastagestur í Evrópudeildinni síðustu ár og nær alltaf farið áfram úr fyrstu umferðinni. Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, mun mæta sínu gamla liði en hann fór á láni til Vaduz árið 2009. Levadia Tallinn lenti í öðru sæti í eistnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er sem stendur í öðru sæti. Fyrri leikirnir fara fram fimmtudaginn 11. júlí og þeir seinni viku síðar, 18. júlí. Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia mæta Ruzomberok frá Slóvakíu, Hjörtur Hermannsson og Bröndby mæta finnska liðinu Inter Turku. Malmö með Arnór Ingva Traustason innanborðs mætir annað hvort Ballymena United frá Norður-Írlandi eða NSÍ frá Færeyjum. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers mætta annað hvort FC Prishtina eða St. Joseph's FC.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira