Merkel heldur ótrauð áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 23:40 Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005. Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005.
Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53