Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 15:50 Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke. Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43