„Óréttlætanlegt“ að láta Cech spila úrslitaleikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 21:00 Petr Cech hefur varið mark Arsenal í Evrópudeildinni vísir/getty Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira