Íslenskt stúlknalið keppir við bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 11:00 Blikastelpur mættar til Svíþjóðar. Mynd/Fésbókin/Lennart Johansson Academy Trophy Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll
Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira