Wenger: Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar örlítil martröð fyrir Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:30 Arsene Wenger með enska bikarinn sem hann vann sjö sinnum. Wenger vann aftur á móti aldrei titil í Evrópu. Getty/Catherine Ivill Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira