„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:00 Jón Axel Guðmundsson. Getty/ Mitchell Leff Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira