Aukinn stuðningur við þungunarrof Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2019 06:00 Frá mótmælum við nýrri löggjöf um þungunarrof í Georgíu á laugardag. Nordicphotos/Getty Images Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira