Laxveiðin byrjar á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2019 08:24 Halldór Gunnarsson með lax úr Þjórsártúni í fyrra. Mynd: Halldór Gunnarsson Laxveiðin hefst næsta laugardag en þá opnar fyrir veiði í Þjórsá en hún hefur vaxið gífurlega í vinsældum á þessum stutta tíma sem hún hefur verið veidd á stöng. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Þjórsá en þetta byrjaði allt saman á tilraunaveiði í Urriðafossi. Sú tilraun gekk afskaplega vel og í fyrra veiddust um 1300 laxar á svæðinu á fjórar stangir. Nú hafa bæst við þrjú önnur svæði sem eru á tilraunastigi en það er þó vitað að það veiðist lax þarna, það var aðeins reynt í fyrra. Leyfin á þessum svæðum verða seld ódýrt á meðan þessi spennandi tilraun er gerð. Annars lítur vel út með opnun á laugardaginn en við heyrðum aðeins í Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters. „Þjórsá er bara mjög fín þessa dagana en hún er bara nánast í sumarvatni sem er um 300 rúmmetrar og fallegur litur á henni. Á sama tíma í fyrra var áin um 700 rúmmetrar og átti laxinn bara erfitt með að finna sér skjól í þessu mikla vatni“ sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. „Laxinn er mættur en við vorum með veiðistaðakynningu á sunnudaginn og þá byrjuðu Laxar að stökkva fyrir þá sem komu á kynninguna, ansi skemmtilegt. Þjórsá opnar 1. júní og er mikill spenningur en við gerum fastlega ráð fyrir því að eitthvað veiðist þar sem við vitum að hann er mættur. Urriðafoss er uppseldur í Júní og Júlí en það eru dagar á stangli í Ágúst, Við eigum ennþá laust á hinum tilraunasvæðunum í Þjórsá, Urriðafoss B svæði, Þjórsátúni og Kálfholti sem eru mjög spennandi kostir.“ Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði
Laxveiðin hefst næsta laugardag en þá opnar fyrir veiði í Þjórsá en hún hefur vaxið gífurlega í vinsældum á þessum stutta tíma sem hún hefur verið veidd á stöng. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Þjórsá en þetta byrjaði allt saman á tilraunaveiði í Urriðafossi. Sú tilraun gekk afskaplega vel og í fyrra veiddust um 1300 laxar á svæðinu á fjórar stangir. Nú hafa bæst við þrjú önnur svæði sem eru á tilraunastigi en það er þó vitað að það veiðist lax þarna, það var aðeins reynt í fyrra. Leyfin á þessum svæðum verða seld ódýrt á meðan þessi spennandi tilraun er gerð. Annars lítur vel út með opnun á laugardaginn en við heyrðum aðeins í Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters. „Þjórsá er bara mjög fín þessa dagana en hún er bara nánast í sumarvatni sem er um 300 rúmmetrar og fallegur litur á henni. Á sama tíma í fyrra var áin um 700 rúmmetrar og átti laxinn bara erfitt með að finna sér skjól í þessu mikla vatni“ sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. „Laxinn er mættur en við vorum með veiðistaðakynningu á sunnudaginn og þá byrjuðu Laxar að stökkva fyrir þá sem komu á kynninguna, ansi skemmtilegt. Þjórsá opnar 1. júní og er mikill spenningur en við gerum fastlega ráð fyrir því að eitthvað veiðist þar sem við vitum að hann er mættur. Urriðafoss er uppseldur í Júní og Júlí en það eru dagar á stangli í Ágúst, Við eigum ennþá laust á hinum tilraunasvæðunum í Þjórsá, Urriðafoss B svæði, Þjórsátúni og Kálfholti sem eru mjög spennandi kostir.“
Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði