Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2019 10:00 Yfir 1000 urriðar hafa veiðst á ION svæðinu í vor. Mynd: Ion fishing FB Urriðaveiðin við Þingvallavatn er búin að vera ágæt á flestum þekktum svæðum en það er óhætt að segja að hún hafi verið frábær á ION svæðinu. Veiðin hefur verið afskaplega góð á ION svæðinu frá opnun og dæmi eru um að yfir 100 urriðar hafi veiðst á einum degi. Staðan er þannig núna að svæðið hefur gefið yfir 1000 fiska og það er ekkert lát á veiðinni. Eftir að það hlýnaði og veðurspáin segir að það verði smá vindur, rigning og suðaustlægar áttir má reikna með því að það komi annað skot því þessi veður skilyrði eru ákjósanleg fyrir urriðann. Það er aftur á móti svo gott sem ómögulegt að komast að á þessu tímabili nema í júlí en Iceland Outfitters eiga örfáa lausa daga á þeim tíma. Aftur á móti er hægt að komast að á öðrum svæðum og eins og við nefndum er framundan næstu þrjá til fjóra daga ákjósanlegt veður fyrir urriðaveiði. Fish Partners eiga eitthvað laust á sínum svæðum og það er um að gera að kanna hvað er í boði en líklega fyrr en seinna því það eru margir sem vilja setja í einn ísaldarurriða svona rétt áður en laxveiðin hefst af alvöru. Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði
Urriðaveiðin við Þingvallavatn er búin að vera ágæt á flestum þekktum svæðum en það er óhætt að segja að hún hafi verið frábær á ION svæðinu. Veiðin hefur verið afskaplega góð á ION svæðinu frá opnun og dæmi eru um að yfir 100 urriðar hafi veiðst á einum degi. Staðan er þannig núna að svæðið hefur gefið yfir 1000 fiska og það er ekkert lát á veiðinni. Eftir að það hlýnaði og veðurspáin segir að það verði smá vindur, rigning og suðaustlægar áttir má reikna með því að það komi annað skot því þessi veður skilyrði eru ákjósanleg fyrir urriðann. Það er aftur á móti svo gott sem ómögulegt að komast að á þessu tímabili nema í júlí en Iceland Outfitters eiga örfáa lausa daga á þeim tíma. Aftur á móti er hægt að komast að á öðrum svæðum og eins og við nefndum er framundan næstu þrjá til fjóra daga ákjósanlegt veður fyrir urriðaveiði. Fish Partners eiga eitthvað laust á sínum svæðum og það er um að gera að kanna hvað er í boði en líklega fyrr en seinna því það eru margir sem vilja setja í einn ísaldarurriða svona rétt áður en laxveiðin hefst af alvöru.
Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði