Afturelding áfram í bikarnum eftir dramatík í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:48 Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira