Koepka jafnaði mótsmetið og leiðir eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2019 23:15 Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00. Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira