Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 17:40 ZENA flytur framlag Hvíta-Rússlands í Eurovision þetta árið. Guy Prives/Getty Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu. Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu.
Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira