Verðmat Capacent á Skeljungi lækkar lítillega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 09:45 Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 12 prósent á árinu. Fréttablaðið/GVA Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 8,04 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Lakari sjóðsstaða Skeljungs og breytt rekstrarspá sérfræðinga Capacent fyrir þetta ár skýra lægra verðmat ráðgjafafyrirtækisins en á móti vegur að hluta lægri fjármagnskostnaður olíufélagsins. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að allt hafi unnið með Skeljungi í fyrra þegar félagið skilaði metafkomu. Olíuverð hafi hækkað auk þess sem umsvif í íslenska hagkerfinu hafi verið mikil og fjöldi ferðamanna í hæstu hæðum. Greinendur Capacent gera ráð fyrir að EBITDA Skeljungs - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði jákvæð um 3.153 milljónir króna í ár en til samanburðar gera áætlanir stjórnenda olíufélagsins ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 3.000 til 3.200 milljónir króna. Er meðal annars tekið fram í verðmatinu að stjórnendur Skeljungs hafi hagrætt umtalsvert í rekstrinum sem sýni sig meðal annars í því að launakostnaður hafi dregist saman um 130 milljónir króna eða sex prósent í fyrra. Samfara því að framlegð hafi aukist meira en kostnaður hafi rekstrarhagnaður sem hlutfall af framlegð farið úr 24,9 prósentum í 30,4 prósent. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 8,04 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Lakari sjóðsstaða Skeljungs og breytt rekstrarspá sérfræðinga Capacent fyrir þetta ár skýra lægra verðmat ráðgjafafyrirtækisins en á móti vegur að hluta lægri fjármagnskostnaður olíufélagsins. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að allt hafi unnið með Skeljungi í fyrra þegar félagið skilaði metafkomu. Olíuverð hafi hækkað auk þess sem umsvif í íslenska hagkerfinu hafi verið mikil og fjöldi ferðamanna í hæstu hæðum. Greinendur Capacent gera ráð fyrir að EBITDA Skeljungs - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði jákvæð um 3.153 milljónir króna í ár en til samanburðar gera áætlanir stjórnenda olíufélagsins ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 3.000 til 3.200 milljónir króna. Er meðal annars tekið fram í verðmatinu að stjórnendur Skeljungs hafi hagrætt umtalsvert í rekstrinum sem sýni sig meðal annars í því að launakostnaður hafi dregist saman um 130 milljónir króna eða sex prósent í fyrra. Samfara því að framlegð hafi aukist meira en kostnaður hafi rekstrarhagnaður sem hlutfall af framlegð farið úr 24,9 prósentum í 30,4 prósent.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira