Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2019 08:45 Tölvuteiknuð mynd af HIV-veirunni. Andretróveirulyf hafa á ný sannað gildi sitt sem meðferð við HIV-sýkingu. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem birtar voru í læknaritinu The Lancet í vikunni, kemur fram að ekkert nýsmit var skráð yfir sjö ára tímabil meðal tæplega eitt þúsund para samkynhneigðra karlmanna, þar sem smitaður maki tók andretróveirulyf. „Þetta eru ekki mjög óvæntar niðurstöður, en þær eru mjög mikilvæg staðfesting á því að lyfin hafa gríðarlega mikið að segja hvað varðar smithættu,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og forseti Samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðurlöndum. „Þeir sem eru með ómælanlegt magn veirunnar í blóði eru raunverulega ekki smitandi við kynlíf, hvorki gagnkynhneigt kynlíf né endaþarmsmök.“ Rannsóknin sem birt var í The Lancet er liður í PARTNER-rannsóknarverkefninu. Niðurstöður úr fyrri fasa þess voru kynntar árið 2016. Þar var kannað hvaða áhrif lyfin hefðu á nýgengi HIV meðal samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Niðurstöðurnar þá voru þær sömu og nú en sökum þess hversu fá pör tóku þátt sem tilheyrðu mikilvægum undirhópi — samkynhneigðum karlmönnum í föstu sambandi þar sem annar aðilinn er HIV-jákvæður en hinn neikvæður — var ákveðið að einblína á hann nú. Þessar nýju niðurstöður sýna fram á að andretróveirulyf stuðluðu að því að ekkert nýtt smit átti sér stað hjá þessum pörum, þó svo að óvarið kynlíf væri stundað um endaþarm rúmlega 76 þúsund sinnum. Hins vegar voru 15 ný tilfelli af HIV skráð hjá pörunum á þessu tímabili en í öllum tilfellum var um að ræða kynlíf utan sambands og með einstaklingi sem var ekki í meðferð við HIV. Rannsóknarhöfundar komust með öðrum orðum að því að líkurnar á því að HIV-smitaður karlmaður, sem tekur andretróveirulyf og er með veirufjölda sem er undir 200 eintökum í millilítra, eru engar (95 prósent öryggismörk). „Andretróveirulyf hafa á síðustu árum orðið betri, áreiðanlegri, auðveldari til inntöku og mun ódýrari. Niðurstöður PARTNER-rannsóknarinnar veita enn skýrari sýn á mikilvægi þess að veita öllum tækifæri til að fara í greiningarpróf og fá í kjölfarið meðhöndlun reynist prófið jákvætt, svo að sem flestir fái notið góðs af andretróveirulyfjum,“ ritaði Myron S. Cohen, prófessor í veiru- og ónæmisfræði við háskólann í Norður-Karólínu, í áliti sem birt var samhliða rannsóknarniðurstöðunum. Magnús ítrekar að tímanleg greining á HIV-smiti sé forsenda þess að hægt sé að koma böndum á útbreiðslu sjúkdómsins. „Það skiptir eiginlega öllu máli,“ segir Magnús. Þegar við erum komin með svona öflug lyf, þá er jafnframt ljóst að þeir sem eru smitaðir og eru í meðferð eru ekki smitandi í 97 prósentum tilvika. Þannig að þessir einstaklingar eru bæði við ágæta heilsu og geta haldið fullu starfsþreki. Hinir, sem eru smitaðir en vita ekki af því, eru raunveruleg uppspretta nýsmita í samfélaginu. Ef einhver hefur mögulega verið útsettur fyrir veirunni þá ætti auðvitað að kanna það og láta prófa sig. Ef það er ekki gert þá myndast sá möguleiki að fólk gangi um smitandi árum saman og greinist síðan þegar það er komið með einkenni lokastigs sjúkdómsins. Það gerist því miður í allt of miklum mæli. Aðeins 38 ár eru síðan HIV uppgötvaðist. Síðan þá hefur HIV, sem veldur hæggengu niðurbroti ónæmiskerfisins, dregið í kringum 40 milljónir manna til dauða. Með hjálp andretróveirulyfja geta smitaðir einstaklingar í dag lifað nær eðlilegu lífi og lífslíkur þeirra nálgast nú lífslíkur þeirra sem eru ósmitaðir. Samkvæmt upplýsingum frá HIV Ísland, samtökum HIV smitaðra á Íslandi, hafa hátt í 90 manns greinst með HIV hér á landi á síðustu þremur árum og frá upphafi hafa um 43 greinst með veiruna. Magnús segir smitaða hér á landi fá sömu meðferð og þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og árangur af notkun andretróveirulyfja hefur verið afar góður. „Það eru vel yfir 90 prósent af þeim sem eru hjá okkur sem eru með ómælanlegt magn veiru í blóði,“ segir hann. „En því miður eru fáeinir einstaklingar sem eru með HIV og eru í virkri neyslu og ekki í lyfjameðferð. Það er mikið áhyggjuefni að ekki tekst að koma þessu fólki á meðferðir, bæði þeirra vegna og annarra.“ Þó svo að umbylting hafi orðið í meðhöndlun HIV-sýkinga með nýjum lyfjum, þá er mikið verk óunnið enda glíma milljónir manna við sjúkdóminn, þar á meðal á stöðum þar sem aðgengi að andretróveirulyfjum er takmarkað og sjálfur sjúkdómurinn jafnvel álitinn tabú. „Þetta er ein af mestu árangurssögum læknisfræðinnar. Við tókum sjúkdóm sem var alveg óþekktur í upphafi níunda áratugarins, greindum hann og þróuðum lyf, og gerðum hann að læknanlegum krónískum sjúkdómi, sjúkdómi sem hægt er að halda algerlega í skefjum,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Andretróveirulyf hafa á ný sannað gildi sitt sem meðferð við HIV-sýkingu. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem birtar voru í læknaritinu The Lancet í vikunni, kemur fram að ekkert nýsmit var skráð yfir sjö ára tímabil meðal tæplega eitt þúsund para samkynhneigðra karlmanna, þar sem smitaður maki tók andretróveirulyf. „Þetta eru ekki mjög óvæntar niðurstöður, en þær eru mjög mikilvæg staðfesting á því að lyfin hafa gríðarlega mikið að segja hvað varðar smithættu,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og forseti Samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðurlöndum. „Þeir sem eru með ómælanlegt magn veirunnar í blóði eru raunverulega ekki smitandi við kynlíf, hvorki gagnkynhneigt kynlíf né endaþarmsmök.“ Rannsóknin sem birt var í The Lancet er liður í PARTNER-rannsóknarverkefninu. Niðurstöður úr fyrri fasa þess voru kynntar árið 2016. Þar var kannað hvaða áhrif lyfin hefðu á nýgengi HIV meðal samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Niðurstöðurnar þá voru þær sömu og nú en sökum þess hversu fá pör tóku þátt sem tilheyrðu mikilvægum undirhópi — samkynhneigðum karlmönnum í föstu sambandi þar sem annar aðilinn er HIV-jákvæður en hinn neikvæður — var ákveðið að einblína á hann nú. Þessar nýju niðurstöður sýna fram á að andretróveirulyf stuðluðu að því að ekkert nýtt smit átti sér stað hjá þessum pörum, þó svo að óvarið kynlíf væri stundað um endaþarm rúmlega 76 þúsund sinnum. Hins vegar voru 15 ný tilfelli af HIV skráð hjá pörunum á þessu tímabili en í öllum tilfellum var um að ræða kynlíf utan sambands og með einstaklingi sem var ekki í meðferð við HIV. Rannsóknarhöfundar komust með öðrum orðum að því að líkurnar á því að HIV-smitaður karlmaður, sem tekur andretróveirulyf og er með veirufjölda sem er undir 200 eintökum í millilítra, eru engar (95 prósent öryggismörk). „Andretróveirulyf hafa á síðustu árum orðið betri, áreiðanlegri, auðveldari til inntöku og mun ódýrari. Niðurstöður PARTNER-rannsóknarinnar veita enn skýrari sýn á mikilvægi þess að veita öllum tækifæri til að fara í greiningarpróf og fá í kjölfarið meðhöndlun reynist prófið jákvætt, svo að sem flestir fái notið góðs af andretróveirulyfjum,“ ritaði Myron S. Cohen, prófessor í veiru- og ónæmisfræði við háskólann í Norður-Karólínu, í áliti sem birt var samhliða rannsóknarniðurstöðunum. Magnús ítrekar að tímanleg greining á HIV-smiti sé forsenda þess að hægt sé að koma böndum á útbreiðslu sjúkdómsins. „Það skiptir eiginlega öllu máli,“ segir Magnús. Þegar við erum komin með svona öflug lyf, þá er jafnframt ljóst að þeir sem eru smitaðir og eru í meðferð eru ekki smitandi í 97 prósentum tilvika. Þannig að þessir einstaklingar eru bæði við ágæta heilsu og geta haldið fullu starfsþreki. Hinir, sem eru smitaðir en vita ekki af því, eru raunveruleg uppspretta nýsmita í samfélaginu. Ef einhver hefur mögulega verið útsettur fyrir veirunni þá ætti auðvitað að kanna það og láta prófa sig. Ef það er ekki gert þá myndast sá möguleiki að fólk gangi um smitandi árum saman og greinist síðan þegar það er komið með einkenni lokastigs sjúkdómsins. Það gerist því miður í allt of miklum mæli. Aðeins 38 ár eru síðan HIV uppgötvaðist. Síðan þá hefur HIV, sem veldur hæggengu niðurbroti ónæmiskerfisins, dregið í kringum 40 milljónir manna til dauða. Með hjálp andretróveirulyfja geta smitaðir einstaklingar í dag lifað nær eðlilegu lífi og lífslíkur þeirra nálgast nú lífslíkur þeirra sem eru ósmitaðir. Samkvæmt upplýsingum frá HIV Ísland, samtökum HIV smitaðra á Íslandi, hafa hátt í 90 manns greinst með HIV hér á landi á síðustu þremur árum og frá upphafi hafa um 43 greinst með veiruna. Magnús segir smitaða hér á landi fá sömu meðferð og þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og árangur af notkun andretróveirulyfja hefur verið afar góður. „Það eru vel yfir 90 prósent af þeim sem eru hjá okkur sem eru með ómælanlegt magn veiru í blóði,“ segir hann. „En því miður eru fáeinir einstaklingar sem eru með HIV og eru í virkri neyslu og ekki í lyfjameðferð. Það er mikið áhyggjuefni að ekki tekst að koma þessu fólki á meðferðir, bæði þeirra vegna og annarra.“ Þó svo að umbylting hafi orðið í meðhöndlun HIV-sýkinga með nýjum lyfjum, þá er mikið verk óunnið enda glíma milljónir manna við sjúkdóminn, þar á meðal á stöðum þar sem aðgengi að andretróveirulyfjum er takmarkað og sjálfur sjúkdómurinn jafnvel álitinn tabú. „Þetta er ein af mestu árangurssögum læknisfræðinnar. Við tókum sjúkdóm sem var alveg óþekktur í upphafi níunda áratugarins, greindum hann og þróuðum lyf, og gerðum hann að læknanlegum krónískum sjúkdómi, sjúkdómi sem hægt er að halda algerlega í skefjum,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira