Sara Björk Þýskalandsmeistari þriðja árið í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kát eftir að vinna deildina. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira