Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 09:27 Frá vettvangi einnar árásarinnar í morgun. Vísir/EPA Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31