Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:13 Mexíkósk börn gægjast í gegnum múrinn yfir til Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04