Ætlar að auka fagmennskuna í vallarmálum KR-inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 14:12 Magnús Valur Böðvarsson kominn í KR-gallann ásamt Sveinbirni Þorsteinssyni, verkefnastjóra hjá KR. KR Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019 Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira