Væntingunum verið stillt í hóf Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Frá E3 ráðstefnunni. Nordicphotos/AFP Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið
Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið