Ágúst Þór: Ætlum að leita út fyrir landsteinana Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2019 16:21 Ágúst Þór var ánægður með stigin þrjú í dag. Vísir/Anton Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn