Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 21:30 Dennis Muilenburg er forstjóri Boeing. Vísir/Getty Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chicago. Búist er við að fjárfestar og fréttamenn muni fjölmenna á fundinn og krefja Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, um svör og skýringar við því hvernig félagið hafi brugðist við flugbanni 737 MAX-véla Boeing og tveggja mannskæðra flugslysa þar sem MAX-vélar hröpuðu til jarðar. Boeing hefur mátt þola talsverða gagnrýni vegna kerfis sem hannað var fyrir hinar nýju MAX-vélar og var ætlað að koma í veg fyrir ofris. Svo virðist sem að kerfið og skynjarar tengdir því hafi spilað þátt í flugslysunum mannskæðu. Í frétt Bloomberg segir að Muilenburg meigi eiga von á því að verða „grillaður“ af fjárfestum og fréttamönnum á aðalfundinum, en forstjórinn mun einnig halda sinn fyrsta blaðamannafund sinn frá því að flugbannið var sett á. Helgin hefur ekki verið góð fyrir Boeing fréttalega séð en CNN greindi frá því í gær að minnst fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafi hringt í sérstaka uppljóstraralínu bandarískra flugmálayfirvalda þar sem hver sem er getur sent inn ábendingar um flugöryggi. Komu símtölin daginn eftir að vél Ethiopian Airlines hrapaði þann 10. mar síðastliðinn. Lýstu starfsmennirnir yfir áhyggjum af hönnun MCAS-kerfisins svokallaða og skynjara tengdum því.Þá greindi Wall Street Journal frá því í dag að Boeing hafi ekki látið Southwest Airlines, einn stærsta og mikilvægasta viðskiptavin Boeing, vita að ákveðinn öryggisbúnaður hafi verið aftengdur í hinum nýju 737 MAX vél. Eftir að MAX-vél Lion Air hrapaði á síðasta ári óskaði Southwest eftir því að öryggisbúnaðurinn yrði tengdur á ný. Boeing vinnur nú að því að endurhanna búnað og stjórnkerfi MAX-vélanna til þess að lagfæra það sem virðist hafa farið úrskeiðis í flugslysunum tveimur. Flugsérfræðingur Bloomberg segist ekki hafa trú á öðru en að Boeing muni takast að lagfæra vandamálið, aðalslagurinn verði að endurheimta jákvætt orðspor Boeing og trú almennings á flugvélum fyrirtækisins. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chicago. Búist er við að fjárfestar og fréttamenn muni fjölmenna á fundinn og krefja Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, um svör og skýringar við því hvernig félagið hafi brugðist við flugbanni 737 MAX-véla Boeing og tveggja mannskæðra flugslysa þar sem MAX-vélar hröpuðu til jarðar. Boeing hefur mátt þola talsverða gagnrýni vegna kerfis sem hannað var fyrir hinar nýju MAX-vélar og var ætlað að koma í veg fyrir ofris. Svo virðist sem að kerfið og skynjarar tengdir því hafi spilað þátt í flugslysunum mannskæðu. Í frétt Bloomberg segir að Muilenburg meigi eiga von á því að verða „grillaður“ af fjárfestum og fréttamönnum á aðalfundinum, en forstjórinn mun einnig halda sinn fyrsta blaðamannafund sinn frá því að flugbannið var sett á. Helgin hefur ekki verið góð fyrir Boeing fréttalega séð en CNN greindi frá því í gær að minnst fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafi hringt í sérstaka uppljóstraralínu bandarískra flugmálayfirvalda þar sem hver sem er getur sent inn ábendingar um flugöryggi. Komu símtölin daginn eftir að vél Ethiopian Airlines hrapaði þann 10. mar síðastliðinn. Lýstu starfsmennirnir yfir áhyggjum af hönnun MCAS-kerfisins svokallaða og skynjara tengdum því.Þá greindi Wall Street Journal frá því í dag að Boeing hafi ekki látið Southwest Airlines, einn stærsta og mikilvægasta viðskiptavin Boeing, vita að ákveðinn öryggisbúnaður hafi verið aftengdur í hinum nýju 737 MAX vél. Eftir að MAX-vél Lion Air hrapaði á síðasta ári óskaði Southwest eftir því að öryggisbúnaðurinn yrði tengdur á ný. Boeing vinnur nú að því að endurhanna búnað og stjórnkerfi MAX-vélanna til þess að lagfæra það sem virðist hafa farið úrskeiðis í flugslysunum tveimur. Flugsérfræðingur Bloomberg segist ekki hafa trú á öðru en að Boeing muni takast að lagfæra vandamálið, aðalslagurinn verði að endurheimta jákvætt orðspor Boeing og trú almennings á flugvélum fyrirtækisins.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37
Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30