Chelsea og Man. Utd færðust hænufeti framar um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:45 Victor Lindelof og Eden Hazard berjast um boltann í leiknum í gær. AP/Martin Rickett Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira