Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2019 09:30 Jussi Halla-aho, formaður Sannra Finna, greiddi atkvæði í Helsinki í morgun. epa Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma. Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma.
Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08