Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2019 14:54 Upphaflega stóð til að fundur Paludan yrði haldinn í Mjølnerparken en þau voru flutt á Blågårds Plads á síðustu stundu. Skjáskot/DR Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórnmálamaðurinn Rasmus Paludan hafi staðið fyrir mótmælum á Blågårds Plads og í kjölfar þeirra hafi blossað upp óeirðir á svæðinu milli stuðningsmanna Paludan og andstæðinga þeirra. Danskir fjölmiðlar segja lögreglu hafa beitt táragasi, en óeirðaseggir hafa meðal annars kveikt í gámum auk þess kasta stenum í átt að lögreglu. Paludan stofnaði flokkinn Stram Kurs árið 2017, en helsta baráttumál hans er gegn svokallaðri íslamsvæðingu. Hann var nýverið dæmdur í fjórtán daga fangelsi fyrir hatursummæli.Politiet er massivt til stede på Nørrebro omkring Blågårds Plads grundet uro i forlængelse af en demonstration. — Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) April 14, 2019Upphaflega stóð til að fundur Paludan yrði haldinn í Mjølnerparken en þau voru flutt á Blågårds Plads á síðustu stundu. Ekstra Bladet segir frá því að um fimmtán til tuttugu mínútur hafi verið liðnar af mótmælafundinum þegar maður réðst í átt að Paludan. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn. Mikil spenna var á svæðinu og magnaðist hún enn frekar eftir að Paludan lyfti fram eintak af Kóraninum. Lögregla í Kaupmannahöfn hefur hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Danmörk Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórnmálamaðurinn Rasmus Paludan hafi staðið fyrir mótmælum á Blågårds Plads og í kjölfar þeirra hafi blossað upp óeirðir á svæðinu milli stuðningsmanna Paludan og andstæðinga þeirra. Danskir fjölmiðlar segja lögreglu hafa beitt táragasi, en óeirðaseggir hafa meðal annars kveikt í gámum auk þess kasta stenum í átt að lögreglu. Paludan stofnaði flokkinn Stram Kurs árið 2017, en helsta baráttumál hans er gegn svokallaðri íslamsvæðingu. Hann var nýverið dæmdur í fjórtán daga fangelsi fyrir hatursummæli.Politiet er massivt til stede på Nørrebro omkring Blågårds Plads grundet uro i forlængelse af en demonstration. — Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) April 14, 2019Upphaflega stóð til að fundur Paludan yrði haldinn í Mjølnerparken en þau voru flutt á Blågårds Plads á síðustu stundu. Ekstra Bladet segir frá því að um fimmtán til tuttugu mínútur hafi verið liðnar af mótmælafundinum þegar maður réðst í átt að Paludan. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn. Mikil spenna var á svæðinu og magnaðist hún enn frekar eftir að Paludan lyfti fram eintak af Kóraninum. Lögregla í Kaupmannahöfn hefur hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu.
Danmörk Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira