Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 12:27 Bílar og vagnar voru brenndir í óeirðunum á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata. Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata.
Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54