BH batt endi á einokun KR og Víkings: "Jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 14:00 Íslandsmeistaralið BH. mynd/bh BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn. Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn.
Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45
12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30