„Upprunalega hugmyndin kom frá Martin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 12:30 Undir stjórn Israels Martin vann Tindastóll fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. vísir/bára „Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
„Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02