Kinu vill berjast um titla: „Mjög gott að vera í Þorlákshöfn en ég þarf að geta séð fyrir mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:30 Kinu Rochford var lykilmaður í liði Þórs ásamt Nikolas Tomsick (t.v.) vísir/vilhelm Kinu Rochford spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir Þór Þorlákshöfn á mánudag þegar liðið féll úr leik í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir tap fyrir KR. Kinu sagðist hafa elskað tíma sinn á Íslandi en vill berjast um titla. Þór var spáð fallbaráttu fyrir tímabilið en endaði í undanúrslitunum þar sem þeir féllu úr leik fyrir hendi fimmfaldra Íslandsmeistara. Í 8-liða úrslitunum komu þeir til baka eftir að hafa verið 2-0 undir gegn Tindastól. Kinu var lykilmaður í liði Þórs í vetur, skilaði 19,4 stigum að meðaltali í leik, 11,5 fráköstum og 4,1 stoðsendingu. „Ég elskaði það,“ sagði Kinu spurður að því hvað honum hafi fundist um tíma sinn í Þorlákshöfn þegar Vísir náði tali af honum í dag. „Þetta var frábært tímabil fyrir mig. Ég hef spilað í topp deildum áður og það var blessun að fá að koma hingað.“ Þegar leikurinn var flautaður af á mánudagskvöld báru tilfinningarnar Kinu ofurliði og mátti sjá að tapið tók á hann. „Þetta var tilfinningaþrungið. Þetta ár er búið að vera tilfinningaþrungið. Ég grét fyrir krakkana. Ég er að þjálfa þessa krakka og það skiptir mig miklu máli. Þeim þykir vænt um þjálfarann sinn og þau skipta mig miklu máli, maður snertir hjörtu barna öðruvísi en annara.“ „Maður reynir alltaf að gefa af sér til samfélagsins.“ Ósáttur við dómgæslunaKinu lét finna fyrir sér í teignum og gerði mikið af því að blaka sóknarfráköstum ofan í körfunavísir/vilhelmKR vann undanúrslitaseríunna 3-1 en Þórsarar stóðu í Vesturbæjarstórveldinu allan tímann. „Að mínu mati var þessi sería ekki erfið. Við erum búnir að gera þetta í allan vetur,“ sagði Kinu og gaf lítið fyrir að það hefði mögulega dregið aðeins af Þórsurum að koma inn í þessa seríu eftir harða og langa baráttu við Tindastól. „KR vann síðustu fimm ár í röð og það er ekki hægt að taka það af þeim en strákarnir mínir eru enn ungir.“ Kinu hafði hins vegar orð á því að hann væri ekki sáttur með dómgæsluna í einvíginu. „Ég vil ekki benda fingrum of mikið, en að mínu mati var dómgæslan hörmuleg. Ég veit að körfuboltinn hér er öðruvísi og ég sætti mig við það, en þetta er samt atvinnumannabolti.“ Vill berjast um titlaNú er Kinu kominn í sumarfrí líkt og aðrir leikmenn Þórs, en hvað tekur svo við að sumarfríinu loknu? „Ég ræð því ekki hvað gerist í framtíðinni. Mun ég koma aftur til Íslands? Ég veit það ekki. En ég þarf að veðja á líf mitt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Ég hafði það gott hér, en ég er á mínu sjöunda ári á ferlinum og ég vil vera að berjast um meistaratitla. Ef ég get það ekki þá er enginn tilgangur í þessu. Ég kom hingað vitandi hvað ég gæti og hvert við gætum náð. Markmiðið í ár var að reyna eins mikið og ég gat.“ Það er venjan hjá íslenskum liðum að hafa alltaf að minnsta kosti einn bandarískan leikmann í liðinu hjá sér. Ef Þórsarar bæðu Kinu að koma aftur, myndi hann taka því? „Það er gott að vera þar sem þú ert elskaður og ég elska fólkið hérna. En ég þarf að geta séð fyrir mér og mínum. Það er markmiðið mitt,“ sagði Kinu. „Það var mjög gott að vera í Þorlákshöfn og fólkið hér lét mér líða vel, ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ „Þórsliðið er ungt og ég hjálpaði þeim að vaxa. Ég er eldri en flestir hér og er bara að reyna að berjast um titla. Það er markmiðið hvert sem þú ferð, að reyna að vinna,“ sagði Kinu Rochford. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rochford: Ég elska Körfuboltakvöld Kinu Rochford var maður leiksins í sigri Þórs á Tindastóli í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla í gærkvöldi. Hann mætti í viðtal í sínum uppáhalds sjónvarpsþætti að leik loknum. 31. mars 2019 14:30 Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Kinu Rochford spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir Þór Þorlákshöfn á mánudag þegar liðið féll úr leik í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir tap fyrir KR. Kinu sagðist hafa elskað tíma sinn á Íslandi en vill berjast um titla. Þór var spáð fallbaráttu fyrir tímabilið en endaði í undanúrslitunum þar sem þeir féllu úr leik fyrir hendi fimmfaldra Íslandsmeistara. Í 8-liða úrslitunum komu þeir til baka eftir að hafa verið 2-0 undir gegn Tindastól. Kinu var lykilmaður í liði Þórs í vetur, skilaði 19,4 stigum að meðaltali í leik, 11,5 fráköstum og 4,1 stoðsendingu. „Ég elskaði það,“ sagði Kinu spurður að því hvað honum hafi fundist um tíma sinn í Þorlákshöfn þegar Vísir náði tali af honum í dag. „Þetta var frábært tímabil fyrir mig. Ég hef spilað í topp deildum áður og það var blessun að fá að koma hingað.“ Þegar leikurinn var flautaður af á mánudagskvöld báru tilfinningarnar Kinu ofurliði og mátti sjá að tapið tók á hann. „Þetta var tilfinningaþrungið. Þetta ár er búið að vera tilfinningaþrungið. Ég grét fyrir krakkana. Ég er að þjálfa þessa krakka og það skiptir mig miklu máli. Þeim þykir vænt um þjálfarann sinn og þau skipta mig miklu máli, maður snertir hjörtu barna öðruvísi en annara.“ „Maður reynir alltaf að gefa af sér til samfélagsins.“ Ósáttur við dómgæslunaKinu lét finna fyrir sér í teignum og gerði mikið af því að blaka sóknarfráköstum ofan í körfunavísir/vilhelmKR vann undanúrslitaseríunna 3-1 en Þórsarar stóðu í Vesturbæjarstórveldinu allan tímann. „Að mínu mati var þessi sería ekki erfið. Við erum búnir að gera þetta í allan vetur,“ sagði Kinu og gaf lítið fyrir að það hefði mögulega dregið aðeins af Þórsurum að koma inn í þessa seríu eftir harða og langa baráttu við Tindastól. „KR vann síðustu fimm ár í röð og það er ekki hægt að taka það af þeim en strákarnir mínir eru enn ungir.“ Kinu hafði hins vegar orð á því að hann væri ekki sáttur með dómgæsluna í einvíginu. „Ég vil ekki benda fingrum of mikið, en að mínu mati var dómgæslan hörmuleg. Ég veit að körfuboltinn hér er öðruvísi og ég sætti mig við það, en þetta er samt atvinnumannabolti.“ Vill berjast um titlaNú er Kinu kominn í sumarfrí líkt og aðrir leikmenn Þórs, en hvað tekur svo við að sumarfríinu loknu? „Ég ræð því ekki hvað gerist í framtíðinni. Mun ég koma aftur til Íslands? Ég veit það ekki. En ég þarf að veðja á líf mitt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Ég hafði það gott hér, en ég er á mínu sjöunda ári á ferlinum og ég vil vera að berjast um meistaratitla. Ef ég get það ekki þá er enginn tilgangur í þessu. Ég kom hingað vitandi hvað ég gæti og hvert við gætum náð. Markmiðið í ár var að reyna eins mikið og ég gat.“ Það er venjan hjá íslenskum liðum að hafa alltaf að minnsta kosti einn bandarískan leikmann í liðinu hjá sér. Ef Þórsarar bæðu Kinu að koma aftur, myndi hann taka því? „Það er gott að vera þar sem þú ert elskaður og ég elska fólkið hérna. En ég þarf að geta séð fyrir mér og mínum. Það er markmiðið mitt,“ sagði Kinu. „Það var mjög gott að vera í Þorlákshöfn og fólkið hér lét mér líða vel, ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ „Þórsliðið er ungt og ég hjálpaði þeim að vaxa. Ég er eldri en flestir hér og er bara að reyna að berjast um titla. Það er markmiðið hvert sem þú ferð, að reyna að vinna,“ sagði Kinu Rochford.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rochford: Ég elska Körfuboltakvöld Kinu Rochford var maður leiksins í sigri Þórs á Tindastóli í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla í gærkvöldi. Hann mætti í viðtal í sínum uppáhalds sjónvarpsþætti að leik loknum. 31. mars 2019 14:30 Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Rochford: Ég elska Körfuboltakvöld Kinu Rochford var maður leiksins í sigri Þórs á Tindastóli í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla í gærkvöldi. Hann mætti í viðtal í sínum uppáhalds sjónvarpsþætti að leik loknum. 31. mars 2019 14:30
Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. 10. apríl 2019 13:30