Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 22:08 Sigurður Þorsteinsson, miðherji ÍR, átti frábæra seríu gegn Njarðvík. vísir/bára Það er 1. apríl og kvöldið í undanúrslitum Domino's deildar karla var lyginni líkast. Þór Þ. og ÍR tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík í kvöld. Þórsarar unnu magnaðan endurkomusigur á Króknum, 93-94, en ÍR-ingar sóttu sigur í Ljónagryfjuna, 74-86. Þór og ÍR lentu bæði 2-0 undir í rimmum sínum en komu til baka, unnu þrjá síðustu leikina og komust áfram. Ótrúleg frammistaða hjá liðunum sem enduðu í 6. og 7. sæti í deildarkeppninni. Frá 1990 (fyrsta tímabilið þar sem lið þurftu að vinna þrjá leiki í úrslitakeppni) til 2018 gerðist það aðeins tvisvar að lið komu til baka og fóru áfram eftir að hafa lent 2-0 undir. Það er hins vegar búið að gerast tvisvar í úrslitakeppninni 2019 og hún er nýhafin. Árið 2008 komst ÍR í 2-0 gegn Keflavík í undanúrslitum en Keflvíkingar sneru dæminu sér í vil og tryggðu sér sæti í úrslitum þar sem þeir unnu Snæfell, 3-0. Árið 2015 komst Keflavík í 2-0 forystu gegn Haukum í 8-liða úrslitum. Hafnfirðingar gáfust ekki upp, unnu þrjá leiki í röð og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þar töpuðu Haukar fyrir Tindastóli, 3-1. Í undanúrslitunum sem hefjast síðar í vikunni mætast Stjarnan og ÍR annars vegar og KR og Þór Þ. hins vegar. Þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan og ÍR mætast í úrslitakeppninni. Í 8-liða úrslitunum 2017 unnu Stjörnumenn ÍR-inga 3-0 en Breiðhyltingar hefndu með 3-1 sigri í 8-liða úrslitunum í fyrra. Liðin mættust einnig í undanúrslitum Geysisbikarsins í febrúar þar sem Stjarnan hafði betur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Baldur Þór: Aldrei liðið jafn vel Þjálfari Þórs Þ. var í skýjunum eftir sigurinn á Króknum. 1. apríl 2019 21:07 Leik lokið: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 93-94 | Ævintýraleg endurkoma Þórsara á Króknum Þór Þ. lenti mest 23 stigum undir gegn Tindastóli en tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum með stórkostlegum endaspretti. 1. apríl 2019 21:15 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Það er 1. apríl og kvöldið í undanúrslitum Domino's deildar karla var lyginni líkast. Þór Þ. og ÍR tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík í kvöld. Þórsarar unnu magnaðan endurkomusigur á Króknum, 93-94, en ÍR-ingar sóttu sigur í Ljónagryfjuna, 74-86. Þór og ÍR lentu bæði 2-0 undir í rimmum sínum en komu til baka, unnu þrjá síðustu leikina og komust áfram. Ótrúleg frammistaða hjá liðunum sem enduðu í 6. og 7. sæti í deildarkeppninni. Frá 1990 (fyrsta tímabilið þar sem lið þurftu að vinna þrjá leiki í úrslitakeppni) til 2018 gerðist það aðeins tvisvar að lið komu til baka og fóru áfram eftir að hafa lent 2-0 undir. Það er hins vegar búið að gerast tvisvar í úrslitakeppninni 2019 og hún er nýhafin. Árið 2008 komst ÍR í 2-0 gegn Keflavík í undanúrslitum en Keflvíkingar sneru dæminu sér í vil og tryggðu sér sæti í úrslitum þar sem þeir unnu Snæfell, 3-0. Árið 2015 komst Keflavík í 2-0 forystu gegn Haukum í 8-liða úrslitum. Hafnfirðingar gáfust ekki upp, unnu þrjá leiki í röð og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þar töpuðu Haukar fyrir Tindastóli, 3-1. Í undanúrslitunum sem hefjast síðar í vikunni mætast Stjarnan og ÍR annars vegar og KR og Þór Þ. hins vegar. Þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan og ÍR mætast í úrslitakeppninni. Í 8-liða úrslitunum 2017 unnu Stjörnumenn ÍR-inga 3-0 en Breiðhyltingar hefndu með 3-1 sigri í 8-liða úrslitunum í fyrra. Liðin mættust einnig í undanúrslitum Geysisbikarsins í febrúar þar sem Stjarnan hafði betur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Baldur Þór: Aldrei liðið jafn vel Þjálfari Þórs Þ. var í skýjunum eftir sigurinn á Króknum. 1. apríl 2019 21:07 Leik lokið: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 93-94 | Ævintýraleg endurkoma Þórsara á Króknum Þór Þ. lenti mest 23 stigum undir gegn Tindastóli en tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum með stórkostlegum endaspretti. 1. apríl 2019 21:15 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Baldur Þór: Aldrei liðið jafn vel Þjálfari Þórs Þ. var í skýjunum eftir sigurinn á Króknum. 1. apríl 2019 21:07
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 93-94 | Ævintýraleg endurkoma Þórsara á Króknum Þór Þ. lenti mest 23 stigum undir gegn Tindastóli en tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum með stórkostlegum endaspretti. 1. apríl 2019 21:15