Suðurnesjaliðin bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 15:00 Jeb Ivey og félagar í Njarðvík enduðu í 2. sæti í deildinni en komust samt ekki í gegnum átta liða úrslitin. Vísir/Bára Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00