Suðurnesjaliðin bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 15:00 Jeb Ivey og félagar í Njarðvík enduðu í 2. sæti í deildinni en komust samt ekki í gegnum átta liða úrslitin. Vísir/Bára Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Sjá meira
Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Sjá meira
Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00