KSÍ undirbýr fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:30 FIFA-tölvuleikurinn. Mynd/KSÍ Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik. Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik.
Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira