Kim leiðir með minnsta mun fyrir lokahringinn í Texas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:29 Kim lék á þremur höggum undir pari í dag. vísir/getty Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira