Borgarstjóri New Orleans biðst afsökunar á voðaverkum árið 1891 Andri Eysteinsson skrifar 31. mars 2019 21:29 LaToya Cantrell tók við embætti borgarstjóra í maí 2018. Getty/Paras Griffin LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur. Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur.
Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira