Saklaus af því að reyna að slasa keppinaut sinn á svellinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:15 Mariah Bell slapp með refsingu en hún er ekki vinsæl í Suður-Kóreu. Getty/Matthew Stockman Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong
Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira