Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekkert mikið 22. mars 2019 22:07 Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld. vísir/bára „Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira