Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekkert mikið 22. mars 2019 22:07 Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld. vísir/bára „Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“
Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira