VAR enginn dómari mættur í myndbandadómaraherbergið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:00 Ruben Alcaraz og félagar í Real Valladolid skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid en fengu bara eitt þeirra dæmt gilt. Getty/David S. Bustamant Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna
Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira