Nýjasta stjarnan í Formúlu 1 skrökvaði að föður sínum sem lá á dánarbeðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 17:30 Charles Leclerc verður í sviðsljósinu á þessu ári. vísir/getty Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc. Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc.
Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira