Mögnuð tölfræði um Messi, Real Madrid og mörk úr aukaspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 17:00 Lionel Messi. AP//Miguel Morenatti Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira