Mögnuð tölfræði um Messi, Real Madrid og mörk úr aukaspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 17:00 Lionel Messi. AP//Miguel Morenatti Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira
Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira