Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag. Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag.
Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira