Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 07:30 Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina. Vísir/EPA Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran. Bandaríkin Kína Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.
Bandaríkin Kína Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira