Sjáðu beinu CrossFit útsendinguna frá Perlunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:00 Annie Mist Þórisdóttir og Evert Víglundsson í Perlunni í nótt. Skjámynd/Fésbókin Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt. CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira