Adrien Rabiot rak mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 14:30 Adrien Rabiot. Getty/Julien Mattia Móðir Adrien Rabiot vildi líklega bara halda honum hjá sér í París en það kostaði hana væntanlega starfið. Adrien Rabiot er 23 ára miðjumaður franska stórliðsins Paris Saint-Germain en hann vildi komast til Barcelona í síðasta mánuði. Barcelona bauð 40 milljónir evra í Adrien Rabiot í janúar en ekkert varð að kaupunum þrátt fyrir að Adrien Rabiot ætti bara sex mánuði eftir af samningi sínum við PSG. Rabiot neitaði að framlengja samninginn sinn við franska stórliðið og endaði með að æfa með varaliði Paris Saint-Germain. Adrien Rabiot var mjög ósáttur með að komast ekki til Barcelona og ákvað að reka umboðsmanninn sinn. Það fylgir hins vegar sögunni að umboðsmaður hans var móðir hans.[Sport] | Rabiot has appointed an agent to end the uncertainity about his future Barça withdrew from the initial offer that was agreed upon with the player as the club was irritated by his mother's negotiations Rabiot want to be 'Blaugrana' & has now hired a new agent pic.twitter.com/FPe96MzTPF — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 21, 2019Samkvæmt frétt spænska blaðsins Sport þá lítur út fyrir að móðir Adrien Rabiot hafi ekki viljað að hann færi til Spánar. Heimildir blaðsins herma að hún hafi lofað syni sínum að skoða og ganga frá smáatriðunum varðandi félagsskiptin en gerði síðan ekkert í málinu. Félagsskiptaglugginn lokaði 31. janúar og Adrien Rabiot var áfram leikmaður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið út í kuldanum hjá þjálfaranum Thomas Tuchel. Adrien Rabiot er kominn með nýjan umboðsmann og stefnan er enn að komast til Barcelona. Áhugi Börsunga gæti þó verið minni í sumar eftir að félagið keypt Frenkie De Jong frá Ajax. Rabiot gæti því endað annars staðar og jafnvel í ensku úrvalsdeildinni. Adrien Rabiot er alinn upp hjá Paris Saint-Germain og hefur spilað sex landsleiki fyrir Frakka. Þetta er hæfileikaríkur miðjumaður með framtíðina fyrir sér. Það ættu því mörg félög að sækjast eftir þjónustu hans í sumar. Um þá samninga mun aftur á móti nýr umboðsmaður hans sjá um. Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Móðir Adrien Rabiot vildi líklega bara halda honum hjá sér í París en það kostaði hana væntanlega starfið. Adrien Rabiot er 23 ára miðjumaður franska stórliðsins Paris Saint-Germain en hann vildi komast til Barcelona í síðasta mánuði. Barcelona bauð 40 milljónir evra í Adrien Rabiot í janúar en ekkert varð að kaupunum þrátt fyrir að Adrien Rabiot ætti bara sex mánuði eftir af samningi sínum við PSG. Rabiot neitaði að framlengja samninginn sinn við franska stórliðið og endaði með að æfa með varaliði Paris Saint-Germain. Adrien Rabiot var mjög ósáttur með að komast ekki til Barcelona og ákvað að reka umboðsmanninn sinn. Það fylgir hins vegar sögunni að umboðsmaður hans var móðir hans.[Sport] | Rabiot has appointed an agent to end the uncertainity about his future Barça withdrew from the initial offer that was agreed upon with the player as the club was irritated by his mother's negotiations Rabiot want to be 'Blaugrana' & has now hired a new agent pic.twitter.com/FPe96MzTPF — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 21, 2019Samkvæmt frétt spænska blaðsins Sport þá lítur út fyrir að móðir Adrien Rabiot hafi ekki viljað að hann færi til Spánar. Heimildir blaðsins herma að hún hafi lofað syni sínum að skoða og ganga frá smáatriðunum varðandi félagsskiptin en gerði síðan ekkert í málinu. Félagsskiptaglugginn lokaði 31. janúar og Adrien Rabiot var áfram leikmaður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið út í kuldanum hjá þjálfaranum Thomas Tuchel. Adrien Rabiot er kominn með nýjan umboðsmann og stefnan er enn að komast til Barcelona. Áhugi Börsunga gæti þó verið minni í sumar eftir að félagið keypt Frenkie De Jong frá Ajax. Rabiot gæti því endað annars staðar og jafnvel í ensku úrvalsdeildinni. Adrien Rabiot er alinn upp hjá Paris Saint-Germain og hefur spilað sex landsleiki fyrir Frakka. Þetta er hæfileikaríkur miðjumaður með framtíðina fyrir sér. Það ættu því mörg félög að sækjast eftir þjónustu hans í sumar. Um þá samninga mun aftur á móti nýr umboðsmaður hans sjá um.
Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira