Gagnrýnandi The Guardian hrósar Ófærð fyrir að vera í takt við tímann Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 14:48 Aðdáendur góðra lopapeysa fá sinn skerf og málin rædd á meðan mjólkurglas er teygt í einum sopa. Mynd/Lilja Jóns Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira