Van Gerwen í úrvalsdeildinni í pílu í kvöld: „Það eina sem skiptir máli er að vinna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 15:30 Michael van Gerwen elskar að vinna og hefur líka unnið marga sigra á ferli sínum í pílunni. Getty/Jordan Mansfield Bestu pílumenn heims hafa sett stefnuna á það að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílu og nú geta Íslendingar fylgst með þessari spennandi keppni þeirra. Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og fjórða umferðin verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Hollenski heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur verið í miklum ham í fyrstu þremur umferðunum og er með fullt hús eftir sannfærandi sigur á Rob Cross fyrir viku síðan. Það hefur verið mikið um flott tilþrif í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been raining nine darters so far in 2019! For the first time in PDC history, the number of perfect legs hit in the opening two months of the year has gone through double figures. Who will be the first to hit one on TV this year?https://t.co/RfVRHeLdFNpic.twitter.com/5bqNRFht5F — PDC Darts (@OfficialPDC) February 25, 2019Michael van Gerwen er með sex stig eða tveimur stigum meira en næstu menn sem eru Norður-Írinn Daryl Gurney, hinn velski Gerwyn Price og Skotinn Peter Wright. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni þar sem ein umferð fer fram á kvöldi þar sem keppendur fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. Í úrvalsdeildinni keppa níu bestu pílumenn heims og svo er einn gestur sem keppir á hverju kvöldi. Eftir fjórtán umferðir fara fjórir efstu í úrslitakeppnina þar sem er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Hver umferð fer fram á mismundandi stað. Fyrir viku var keppt í Dublin í Írlandi en í kvöld fer keppnin fram í Westpoint Arena í Exeter í Englandi. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og það er gaman að fylgjast með þessum magnaða pílukastara. „Ég er í efsta sætinu og ég vill vera þar áfram. Það eina sem skiptir máli er að vinna og ég elska það að spila fyrir framan stóran hóp af fólki,“ sagði Michael van Gerwen fyrir keppni kvöldsins. Það er ekkert skrýtið að hann tali um stemmninguna á keppninni því hún er oftast svakalega skemmtileg. Michael van Gerwen mætir Englendingnum James Wade í kvöld en Wade er í 5. sæti með 3 stig eftir jafntefli í síðustu umferð. „Hinir spilararnir þurfa að leika vel til að vinna mig og ég þarf að passa upp á að ég haldi mér í góðu formi, spili vel og geri engin mistök. Ég er mjög ánægður með þessa þrjá sigra og get lítið kvartað en ég ætla mér þessu tvö stig í Exeter líka,“ sagði Michael van Gerwen. Menn gera allt til þess að geta verið með eins og sjá má á viðtali við Michael Smith sem spilar í kvöld í gegnum mikinn sársauka og sýkingu. Smith komst í úrslitaleikinn á HM á dögunum en hefur ekki náð að fylgja því alveg eftir. "I'm on painkillers and antibiotics. I've got strapping round my leg and groin which has to be changed every day to protect it from further infection." Despite emergency surgery on an abscess, @BullyBoy180 will play in Thursday's Premier League https://t.co/T0VJXYs4rY — Sporting Life (@SportingLife) February 27, 2019Viðureignir kvöldsins eru: Luke Humphries (Gestur) - Gerwyn Price (3. sæti) Daryl Gurney (2. sæti) - Rob Cross (6. sæti) Mensur Suljovic (8. sæti) - Peter Wright (4. sæti) Michael van Gerwen (1. sæti) - James Wade (5. sæti) Michael Smith (9. sæti) - Raymond van Barneveld (7. sæti)PREVIEW | We look ahead to Thursday's @unibet Premier League Night Four @WestpointExeter. Full preview: https://t.co/dZdv1wp5Vi Last few tickets via https://t.co/V4znkuaiitpic.twitter.com/B9UUdB2SBi — PDC Darts (@OfficialPDC) February 27, 2019Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og Páll Sævar Guðjónsson mun lýsa því sem fyrir augu ber eins og honum einum er lagið. Aðrar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Bestu pílumenn heims hafa sett stefnuna á það að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílu og nú geta Íslendingar fylgst með þessari spennandi keppni þeirra. Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og fjórða umferðin verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Hollenski heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur verið í miklum ham í fyrstu þremur umferðunum og er með fullt hús eftir sannfærandi sigur á Rob Cross fyrir viku síðan. Það hefur verið mikið um flott tilþrif í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been raining nine darters so far in 2019! For the first time in PDC history, the number of perfect legs hit in the opening two months of the year has gone through double figures. Who will be the first to hit one on TV this year?https://t.co/RfVRHeLdFNpic.twitter.com/5bqNRFht5F — PDC Darts (@OfficialPDC) February 25, 2019Michael van Gerwen er með sex stig eða tveimur stigum meira en næstu menn sem eru Norður-Írinn Daryl Gurney, hinn velski Gerwyn Price og Skotinn Peter Wright. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni þar sem ein umferð fer fram á kvöldi þar sem keppendur fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. Í úrvalsdeildinni keppa níu bestu pílumenn heims og svo er einn gestur sem keppir á hverju kvöldi. Eftir fjórtán umferðir fara fjórir efstu í úrslitakeppnina þar sem er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Hver umferð fer fram á mismundandi stað. Fyrir viku var keppt í Dublin í Írlandi en í kvöld fer keppnin fram í Westpoint Arena í Exeter í Englandi. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og það er gaman að fylgjast með þessum magnaða pílukastara. „Ég er í efsta sætinu og ég vill vera þar áfram. Það eina sem skiptir máli er að vinna og ég elska það að spila fyrir framan stóran hóp af fólki,“ sagði Michael van Gerwen fyrir keppni kvöldsins. Það er ekkert skrýtið að hann tali um stemmninguna á keppninni því hún er oftast svakalega skemmtileg. Michael van Gerwen mætir Englendingnum James Wade í kvöld en Wade er í 5. sæti með 3 stig eftir jafntefli í síðustu umferð. „Hinir spilararnir þurfa að leika vel til að vinna mig og ég þarf að passa upp á að ég haldi mér í góðu formi, spili vel og geri engin mistök. Ég er mjög ánægður með þessa þrjá sigra og get lítið kvartað en ég ætla mér þessu tvö stig í Exeter líka,“ sagði Michael van Gerwen. Menn gera allt til þess að geta verið með eins og sjá má á viðtali við Michael Smith sem spilar í kvöld í gegnum mikinn sársauka og sýkingu. Smith komst í úrslitaleikinn á HM á dögunum en hefur ekki náð að fylgja því alveg eftir. "I'm on painkillers and antibiotics. I've got strapping round my leg and groin which has to be changed every day to protect it from further infection." Despite emergency surgery on an abscess, @BullyBoy180 will play in Thursday's Premier League https://t.co/T0VJXYs4rY — Sporting Life (@SportingLife) February 27, 2019Viðureignir kvöldsins eru: Luke Humphries (Gestur) - Gerwyn Price (3. sæti) Daryl Gurney (2. sæti) - Rob Cross (6. sæti) Mensur Suljovic (8. sæti) - Peter Wright (4. sæti) Michael van Gerwen (1. sæti) - James Wade (5. sæti) Michael Smith (9. sæti) - Raymond van Barneveld (7. sæti)PREVIEW | We look ahead to Thursday's @unibet Premier League Night Four @WestpointExeter. Full preview: https://t.co/dZdv1wp5Vi Last few tickets via https://t.co/V4znkuaiitpic.twitter.com/B9UUdB2SBi — PDC Darts (@OfficialPDC) February 27, 2019Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og Páll Sævar Guðjónsson mun lýsa því sem fyrir augu ber eins og honum einum er lagið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn