Málverk eftir Hitler seljast illa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 10:52 Til hægri má sjá eina af myndum Hitlers. Myndin sem um ræðir var ekki til uppboðs í Nürnberg á dögunum. Roger Viollet/AH/Getty Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“ Myndlist Þýskaland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“
Myndlist Þýskaland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira