Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2019 11:00 Ojo (5) er ósáttur við Stólana eftir að hann var rekinn og Urald King (20) var einnig látinn fara. facebooksíða tindastóls Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. Í langri færslu gagnrýndi hann áhorfendur á Króknum fyrir kynþáttaníð og að baula á Danero Thomas. Hann sagði einnig að þjálfari liðsins, Israel Martin, væri ekki að taka ákvarðanirnar hjá liðinu.Allt annað en leikmaðurinn sagði við okkur „Ég sá þessa færslu í gærkvöldi,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, svekktur þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að sjá færsluna hjá Ojo. „Ég var verulega sár að sjá þetta. Þetta er allt annað en leikmaðurinn sagði við okkur er við skildum í sátt og samlyndi. Mér finnst hún í raun fáranleg því hann dregur allan fjandann þarna inn sem kemur málinu nákvæmlega ekkert við og mistúlkar sér í hag heilan helling. Ég skil hann ekki alveg.“Ojo í leiknum umtalaða gegn KR.facebooksíða tindastólsÞað leynir sér ekki að formaðurinn er miður sín yfir því að Ojo skuli fara svo mikinn á Instagram eftir að hafa kvatt hann í sátt en hvað er Ojo að mistúlka sér í hag? „Er hann fer út í rasismann og varar menn við því að koma til okkar,“ segir Ingólfur en hvað með ummælin um að Martin þjálfari sé ekki að taka allar ákvarðanir? „Israel Martin er þjálfarinn og ræður öllu. Þetta er í raun það eina fyndna sem ég sá í þessu. Við skiptum okkur ekki af hans ákvörðunum. Hann stendur og fellur með þeim.“Ekki sparnaðarákvörðun með King Ojo furðaði sig líka á því að Stólarnir skildu hafa losað sig við Urald King sem hefur verið frábær í búningi Stólanna. „Þetta er ljómandi góður drengur og góður körfuboltamaður. Því miður var hann ekki að ná heilsu eftir að hafa meiðst á ökkla eftir áramót. Hann reyndi en þetta gekk ekki. Við sáum ekki þær framfarir að hann gæti nýst okkur eins og við þurfum á að halda,“ segir formaðurinn en kom aldrei til greina að gefa honum meiri tíma og athuga hvort hann næði sér ekki fyrir úrslitakeppnina? „Við mátum það þannig að það væri ekki hægt að bíða eftir því. Við höfum beðið síðan í byrjun janúar. Þetta var ekki sparnaðarákvörðun.“Það var baulað á Danero Thomas er hann fór af velli í síðasta leik.facebooksíða tindastólsKR-ingurinn Kristófer Acox mátti þola kynþáttaníð á heimavelli Stólanna á dögunum og Ojo opnar aftur á það mál í sinni færslu. Er það kom upp var óskað eftir því að sá er stóð fyrir níðinu myndi gefa sig fram og jafn framt var byrjað að leita að viðkomandi. „Sá maður er ekki fundinn. Hringurinn er þröngur en það hefur enginn viðurkennt á sig verknaðinn sem mér finnst bölvanlega skítt. Að menn geti ekki staðið í lappirnar. Í minni leit hefur krafan verið sú að viðkomandi gefi sig fram, taki svo upp símann og biðji Acox afsökunar. Það er fyrsta skrefið. Ég er ekki mikill maður henginga og sé ekki mikinn hag í því að opinbera hann í litlu samfélagi sem við búum í. Mér finnst nauðsynlegt að hann biðjist afsökunar og við erum enn að leita en það er erfitt þegar enginn gefur sig fram.“Körfuboltinn er íþrótt guðanna Köllin að Kristófer komu af svölunum en ekki úr stúkunni. Það ættu því ekki margir að liggja undir grun. „Þetta er á þröngu svæði og aðrir sem stóðu á þessu þrönga svæði líður ekki vel með að það skuli ekki koma fram hver þetta sé. Þeir vita ekki hver þetta var,“ segir Ingólfur en honum finnst ömurlegt að þetta mál skuli hafa komið upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir körfuboltann, ekki bara okkar félag, því þetta er íþrótt guðanna og að blanda svona inn í hana er fáranlegt. Ég er algjörlega miður mín yfir því að einn vitleysingur geti komið slæmu orðspori á fallegustu íþrótt í heimi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ojo feginn að vera laus frá Sauðárkróki Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo segist vera feginn að vera á förum frá Tindastóli eftir stuttan tíma hjá félaginu sem hann vandar ekki kveðjurnar og varar aðra körfuboltamenn við að fara til félagsins. 13. febrúar 2019 08:54 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. Í langri færslu gagnrýndi hann áhorfendur á Króknum fyrir kynþáttaníð og að baula á Danero Thomas. Hann sagði einnig að þjálfari liðsins, Israel Martin, væri ekki að taka ákvarðanirnar hjá liðinu.Allt annað en leikmaðurinn sagði við okkur „Ég sá þessa færslu í gærkvöldi,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, svekktur þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að sjá færsluna hjá Ojo. „Ég var verulega sár að sjá þetta. Þetta er allt annað en leikmaðurinn sagði við okkur er við skildum í sátt og samlyndi. Mér finnst hún í raun fáranleg því hann dregur allan fjandann þarna inn sem kemur málinu nákvæmlega ekkert við og mistúlkar sér í hag heilan helling. Ég skil hann ekki alveg.“Ojo í leiknum umtalaða gegn KR.facebooksíða tindastólsÞað leynir sér ekki að formaðurinn er miður sín yfir því að Ojo skuli fara svo mikinn á Instagram eftir að hafa kvatt hann í sátt en hvað er Ojo að mistúlka sér í hag? „Er hann fer út í rasismann og varar menn við því að koma til okkar,“ segir Ingólfur en hvað með ummælin um að Martin þjálfari sé ekki að taka allar ákvarðanir? „Israel Martin er þjálfarinn og ræður öllu. Þetta er í raun það eina fyndna sem ég sá í þessu. Við skiptum okkur ekki af hans ákvörðunum. Hann stendur og fellur með þeim.“Ekki sparnaðarákvörðun með King Ojo furðaði sig líka á því að Stólarnir skildu hafa losað sig við Urald King sem hefur verið frábær í búningi Stólanna. „Þetta er ljómandi góður drengur og góður körfuboltamaður. Því miður var hann ekki að ná heilsu eftir að hafa meiðst á ökkla eftir áramót. Hann reyndi en þetta gekk ekki. Við sáum ekki þær framfarir að hann gæti nýst okkur eins og við þurfum á að halda,“ segir formaðurinn en kom aldrei til greina að gefa honum meiri tíma og athuga hvort hann næði sér ekki fyrir úrslitakeppnina? „Við mátum það þannig að það væri ekki hægt að bíða eftir því. Við höfum beðið síðan í byrjun janúar. Þetta var ekki sparnaðarákvörðun.“Það var baulað á Danero Thomas er hann fór af velli í síðasta leik.facebooksíða tindastólsKR-ingurinn Kristófer Acox mátti þola kynþáttaníð á heimavelli Stólanna á dögunum og Ojo opnar aftur á það mál í sinni færslu. Er það kom upp var óskað eftir því að sá er stóð fyrir níðinu myndi gefa sig fram og jafn framt var byrjað að leita að viðkomandi. „Sá maður er ekki fundinn. Hringurinn er þröngur en það hefur enginn viðurkennt á sig verknaðinn sem mér finnst bölvanlega skítt. Að menn geti ekki staðið í lappirnar. Í minni leit hefur krafan verið sú að viðkomandi gefi sig fram, taki svo upp símann og biðji Acox afsökunar. Það er fyrsta skrefið. Ég er ekki mikill maður henginga og sé ekki mikinn hag í því að opinbera hann í litlu samfélagi sem við búum í. Mér finnst nauðsynlegt að hann biðjist afsökunar og við erum enn að leita en það er erfitt þegar enginn gefur sig fram.“Körfuboltinn er íþrótt guðanna Köllin að Kristófer komu af svölunum en ekki úr stúkunni. Það ættu því ekki margir að liggja undir grun. „Þetta er á þröngu svæði og aðrir sem stóðu á þessu þrönga svæði líður ekki vel með að það skuli ekki koma fram hver þetta sé. Þeir vita ekki hver þetta var,“ segir Ingólfur en honum finnst ömurlegt að þetta mál skuli hafa komið upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir körfuboltann, ekki bara okkar félag, því þetta er íþrótt guðanna og að blanda svona inn í hana er fáranlegt. Ég er algjörlega miður mín yfir því að einn vitleysingur geti komið slæmu orðspori á fallegustu íþrótt í heimi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ojo feginn að vera laus frá Sauðárkróki Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo segist vera feginn að vera á förum frá Tindastóli eftir stuttan tíma hjá félaginu sem hann vandar ekki kveðjurnar og varar aðra körfuboltamenn við að fara til félagsins. 13. febrúar 2019 08:54 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Ojo feginn að vera laus frá Sauðárkróki Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo segist vera feginn að vera á förum frá Tindastóli eftir stuttan tíma hjá félaginu sem hann vandar ekki kveðjurnar og varar aðra körfuboltamenn við að fara til félagsins. 13. febrúar 2019 08:54
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15